14 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember. Guðrún Eva Mínervudóttir er tilnefnd fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af.

„Það að skrifa á blautan pappír, hnignun og fýsnir kapítalismans sem brenna til kaldra kola um borð í Scandinavian Star, félagsraunsæislegar lýsingar á nánum samböndum og nánd tungumálsins, höfnun málamiðlana og dalur fullur af plastblómum eru aðeins fáein dæmi um viðfangsefni hinna tilnefndu verka í ár,“ segir í fréttatilkynningu Norðurlandaráðs.

Nánar má lesa um tilnefningarnar hér á vef Norðurlandaráðs.

Krumminn óskar Guðrúnu innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga.

Guðrún Eva Mínervudóttir.
Mynd: ruv.is

Facebook ummæli