Samstarfsverkefni Grunnskólans í Hveragerði við LBHÍ er kallast Græna framtíðin (einnig kallað Græna vináttan) er nýlega lokið. Nemendur yngsta stigs Grunnskólans í Hveragerði fara að vori í vettvangsferðir upp í garðyrkjuskóla ásamt kennurum þar sem þeir sá sumarblómum, kryddjurtum og/eða öðrum plöntum og taka svo afraksturinn með heim.

Í ár var sáð fyrir tómötum og salati. Sáning fór fram rétt fyrir páska og í vikunni 3.-6. maí tók Erna Ingvarsdóttir (sem sá um verkefnið fyrir hönd skólans) á móti hverjum árgangi fyrir sig í gróðurhúsinu. Börnin höfðu komið með mjólkurfernur undir plönturnar í skólann en einnig söfnuðu mötuneytiskonur fernum fyrir hópana.

Krakkarnir fóru líka í Bananahúsið við mikinn fögnuð. Frábært samstarf sem gekk vel og krakkarnir ánægðir.

Texti og forsíðumynd: GÍH

Ein ánægð með tómataplöntuna sem hún kom með heim úr skólanum.

Facebook ummæli