Sláttur á Suðurlandi er nú í fullum gangi en samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi Suðurlands voru það bændur undir Eyjafjöllunum og í Landeyjunum sem voru fyrstir að hefja slátt. Á vefsíðu BSSL segir orðrétt: „Grösin eru græn og vel þroskuð, en aðeins misjafnt milli túna hversu vel þau eru sprottin. Vorið hefur líka verið gott og spretta því farið vel af stað. Ef veðráttan helst svona þá vonast bændur til að fá kjarngott hey í sumar, þar sem bændur geta nú framleitt eins mikið af mjólk og þeir vilja.“

Sláttur við bæinn Hjalla í Ölfusi. Mynd: Helena Stefánsdóttir

Facebook ummæli