Takk fyrir þetta skrítna ár öll sömul sem eruð að lesa þetta. Ég ætla ekki að hafa neinn formlegan annál enda vefurinn bara ungi ennþá. Flugfjaðrirnar eru byrjaðar að vaxa og ég hlakka til að fá að sjá hvort krumminn.is taki ekki flugið 2021. Hann flýgur hærra og lengra með ykkar hjálp. Þið hnippið í mig þegar þið hafið fréttir, greinar, myndir eða annað bitastætt. 2021 verður væntanlega árið sem fólk fær að hittast aftur, halda tónleika, opna myndlistasýningar, knúsast og halda allskonar húllumhæ sem gaman verður að segja frá.

Klárum þetta ár með þessari mynd sem ég tók fyrir nokkrum árum, sem mér finnst mjög viðeigandi fyrir áramót í blómabænum.

Gleðilegt ár kæru krummavinir.

Facebook ummæli