Nú er komið að fyrsta heimaleik Hamars í úrvalsdeildinni í blaki þegar Þróttur frá Neskaupsstað heimsækir Hveragerði. Leikurinn fer fram laugardaginn 19. september kl. 19:00 og hvetjum við alla Sunnlendinga og áhugamenn um blak til að mæta og sjá Hamarsmenn taka sín fyrstu skref á meðal þeirra bestu. Lok tímabilsins síðasta vetur, í blaki líkt og öðrum íþróttagreinum, endaði frekar skyndilega og án þess að krýndir væru Íslandsmeistarar. Þegar Íslandsmótið var flautað af voru Þróttarar hinsvegar í 1. sæti deildarinnar og því verðugt verkefni sem Hamarsmenn takast á við í fyrsta leik.

Á meðfylgjandi mynd eru Radosław Rybak, þjálfari Hamars og Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. Myndin var tekin við undirritun samninga í vor.

Facebook ummæli