Tjaldur hefur ákveðið að hafa sumarbúsetu á 3ju braut í sumar á Gufudalsvelli í Hveragerði, eftir búferlaflutninga frá ströndum Evrópu. Eru golfarar sérstaklega beðnir um að fara varlega því hreiðrið er á miðjum stíg þar sem gengið er af teig 50/54. Vallarstarfsmenn hafa því girt í kringum eggin og biðja fólk að fara varlega, sérstaklega þau sem eru á golfbílum og taka góðan sveig framhjá svo foreldrarnir fái næði til að liggja á eggjunum.

Þar sem tjaldi hefur fækkað víða er hann nú á heimsválista sem tegund í yfirvofandi hættu og á Evrópuválista sem tegund í nokkurri hættu. Tjaldur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Facebook ummæli