Þessir hressu Hamarsstrákar tóku þátt í fótboltaskóla FC Barcelona og Knattspyrnuakademíu Íslands. Námskeiðið er gríðarlega eftirsótt og átti að fara fram í júní en vegna Covid-19 var það fært til og fór fram 10. – 14. ágúst í staðinn, þar sem þjálfararnir frá Spáni komust ekki til landsins vegna ferðatakmarkanna. Dagskráin er stíf og fjölbreytt og læra krakkanir helling á þessum tíma. Þó svo að lokahófinu hafi verið aflýst voru allir sáttir með sitt. Þátttakendur fá bolta og búning og kynnast öðrum krökkum allsstaðar af landinu.

Facebook ummæli