Stelpurnar í 5. , 6. og 7. flokki Hamars fóru á Símamótið í Kópavogi helgina 9.-12. júlí. Mótið er hápunktur sumarsins hjá stelpunum og hafa þær æft vel fyrir mótið og beðið spenntar eftir stóru stundinni. Keppendur gistu saman í skólastofu yfir helgina, spiluðu fótboltaleiki og tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá. Það voru því glaðar og kátar stelpur sem snéru aftur heim í Hveragerði eftir vel heppnað mót og margar minningar söfnuðust í minningabankann.
Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og sýndu flotta takta á vellinum og voru til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Það er því með með sanni hægt að segja að framtíðin er björt í kvennaknattspyrnunni hjá Hamri og verður gaman að fylgjast með þessum ungu og efnilegu stelpum í framtíðinni.

Myndir og skrif: Knattspyrnudeild Hamars

Facebook ummæli