Sumarið 2021 verður íbúum bæjarins boðið uppá að leigja matjurtareit af bænum, frá 20. maí – 30. september.

Matjurtagarðarnir fyrir fjölskyldur verða 15 talsins. Stærð garðanna er 5 x 4m og er kostnaður við hvern reit 3.900 kr. Vatn er til vökvunar á staðnum, en leigjendur skaffa sjálfir matjurtir og verkfæri. Skráning fyrir matjuratagarða fer fram síðu sumarnámskeiða

Enginn starfsmaður er á staðnum, en hægt er að hafa samband við Kristínu Snorradóttur, garðyrkjustjóra, í síma 483-4000, eða senda tölvupóst á netfang kristins@hveragerdi.is.

Garðarnir eru staðsettir við Hveramörk 7 (Við hliðina á Hveragarðinum).

Facebook ummæli