Krumminn kíkti við á fyrstu æfingu eldri borgara í Hamarshöllinni eftir samkomubann. Loksins máttu æfingar hefjast að nýju og höfðu margir beðið eftir þeirri stund með óþreygju. Það er alltaf hlýtt og gott í höllinni og gervigrasið er alveg tilvalið til göngu og upphitunar áður en Berglind Elíasdóttir leiðbeinir iðkendum í fjölbreyttum æfingum við allra hæfi. Allir þakklátir og spenntir að byrja aftur með bros á vör eins og sjá má á myndinni.  

Æfingarnar eru í Hamarshöllinni á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 11 – 12. og eru hluti af námskeiði frá 3. júní til 1. Júlí. Námskeiðið er gjaldfrjálst og skráning á staðnum.

Æfingarnar að hefjast að lokinni upphitun á gervigrasinu
Göngufólk í Hamarshöll.

Facebook ummæli