Í dag 16. nóvember á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar er dagur íslenskrar tungu. Þessi dagur markar einnig upphaf Stóru upplestrarkeppninnar, sem 7. bekkir um land allt taka þátt í. Í ár er keppnin haldin í 25. skipti. Það er gott að æfa sig í upplestri fyrir áheyrendur og ákváðu 7. bekkingar að fara í dag og lesa fyrir eldri borgara á Hjúkrunarheimilinu. Þar sem takmarkanir gilda, máttu þau ekki fara inn og því var brugðið á það ráð að standa í útihurðinni og flytja ljóð inn til fólksins. Krakkarnir stóðu sig vel og vönduðu flutninginn, í vor verða þau orðin enn betri, þegar sjálf upplestrarkeppnin fer fram. Á myndunum má sjá annarsvegar röðina af krökkum að bíða eftir að fá að lesa ljóð og hins vegar inn um hurðina þar sem áheyrendur nutu.

Myndir og skrif: Margret Ísaks

Facebook ummæli