Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, hefur samið við Union University sem staðsettur er í Jackson, Tennessee um að spila með skólanum næstu árin.

Björn Ásgeir spilaði upp alla yngri flokka hjá Hamri en þegar hann var á öðru ári í framhaldsskóla hélt hann í víking á Ísafjörð og spilaði með Vestra, eftir það kom eitt tímabil með Selfoss en svo lá leiðin aftur heim til Hamars.

Frétt og mynd: karfan.is

Facebook ummæli