Um helgina fór fram Rogue Invitational, alþjóðlegt mót í CrossFit.
Mótið átti upphaflega að fara fram í Ohio Bandaríkjunum en vegna kórónuveirunnar fór mótið fram í gegnum internetið þar sem hver og einn keppandi var í sinni stöð, með sinn viðurkennda þjálfara og búnað sem sendur var að utan. 
Öllu var streymt í gegnum netbúnað og sýnt beint í netútsendingu á youtube. 

Mótið innihélt 6 keppnisgreinar, þrjár á laugardeginum og þrjár á sunnudeginum. 
Fyrirkomulagið á mótinu hentaði Björgvini mjög vel þar sem hann gat gengið á inniskónum frá heimili sínum og niður í Crossfit Hengil þar sem hann keppti og gat svo farið aftur heim á milli keppnisgreina og hlaðið batteríin.

Áhorfendur voru leyfðir en vegna netútsendingarinnar máttu þeir hvorki sjást í mynd né heyrast frá þeim hljóð. Tónlist var einnig bönnuð svo þungur og hraður andadráttur Björgvins var það eina sem ómaði í salnum.

Björgvin byrjaði frekar rólega og var í 6.sæti af 17 eftir fyrri keppnisdaginn. 
Hann gaf þó heldur betur í á öðrum keppnisdeginum og  hafði í 3.sæti í fyrst greininni, vann aðra keppnisgreinina með yfirburðum og var fjórði í þeirri síðustu sem tryggði honum 2.sætið.

Aðstandendur mótsins unnu þrekvirki hvað tæknimál varðar. Allt gekk hnökralaust fyrir sig frá upphafi til enda þrátt fyrir að útsendingastaðir væru 35 talsins og dreifðir um allan heim.

María Rún Þorsteinsdóttir
framkvæmdastrjóri Crossfit Hengils

Facebook ummæli