Björgvin Karl Guðmundssson hefur hafið keppni á heimsleikunum Crossfit í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Eftir fyrsta dag er hann fjórði í einstaklingskeppni karla. 

Síðustu ár hefur stór hopur fjölskyldu, vina og æfingfélaga úr Henglinum í Hveragerði fylgt honum erlendis á leikana, stutt hann og hvatt áfram en vegna Covid-19 og ferðatakmarkana er Björgvin einn úti með þjálfara sínum þetta árið. 
Öll úrslit og stöðu keppenda á leikunum má finna hér. Áhugasamir geta síðan fylgst með allri keppninni beint á Youtube rás Crossfit Games og á Instagramsíðu Björgvins.

Facebook ummæli