FRÉTTATILKYNNING // FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU FKA

Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni – Ný heimssýn á nýjum tímum.

Á innihaldsríkri ráðstefnu laugardaginn 17. apríl nk. verður fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar.

Hver eru tækifæri landsbyggðarinnar? Hvernig tökumst við á við breyttan veruleika? Hver er vegferð frumkvöðuls, hindranir, árangur og hvert er sunnlenska-módelið? Fjallað verður um sjálfbærni, nýsköpun, úthýsingu starfa, skapandi markaðssetningu, nándina í fjarlægðinni – og hvað svo?

Af hverju fækkaði íbúum London um 10% í fyrra? Eru litlir bæir að endurheimta sinn fyrri sjarma?

Covid hefur sannað að fólk getur sett lífsgæðin í forgang, flutt starfið með sér á sinn drauma búsetustað eða skapað tækifæri hvar sem er á landinu. Íbúum stórborga í Evrópu hefur fækkað undanfarið ár og smærri borgir og bæir hafa endurheimt sinn fyrri sjarma. Ríkidæmi landsbyggðarinnar verður því til umfjöllunar á ráðstefnunni Ný heimssýn á nýjum tímum.

Um ræðir gífurlega mikilvægt byggðamál og tækifæri til að halda landinu í byggð. Til að vel takist til er nauðsynlegt að styrkja samfélög á landsbyggðinni og bjóða upp á öfluga grunnþjónustu fyrir íbúa. Tækifærin á landsbyggðinni eru óteljandi og þurfa störf án staðsetningar þurfa einungis tvennt:

  • Nettengingu.
  • Samgöngur.

Landsbyggðadeildir Félags kvenna í atvinnulífinu  FKA tóku höndum saman og verða með innihaldsríka ráðstefnu þar sem fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar. Á ráðstefnunni skautum við yfir sviðið og ræðum tækifæri í takt við þessa nýju heimssýn á nýjum tímum

Nánari upplýsingar: Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst s. 691 4646 // margret@bifrost.is

Facebook ummæli