Anna Guðrún er Evrópumeistari og handhafi 2ja heimsmeta

Í gær setti Anna Guðrún Halldórsdóttir þrefalt Evrópumet í ólympískum lyftingum og tvö heimsmet þegar hún snaraði 62 kg og jafnhenti 80 kílóum (sem er jöfnun á heimsmeti) á Evrópumóti masters sem fram fór í Hollandi. Anna keppti í 81 kg flokki í 50 Masters. Þess má geta að hún fékk alla seríuna sína gilda 6/6. Anna Guðrún á greinilega nóg inni því hún er einungis búin að æfa í CrossFit Hengill í um sjö ár þar sem hún hefur lagt áherslu á ólympískar lyftingar í rúmlega ár. Anna Guðrún er nýbyrjuð að keppa í mótum þar sem frammistaða hennar hefur verið frábær og var þetta fyrsta mótið sem hún keppir á erlendis. Innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Meira um mótið, tölur og úrslit verður hægt að sjá hjá Lyftingasambandi Íslands.

Anna Guðrún Halldórsdóttir með gull í 81 kg flokki Masters 50 2x heimsmet og 3x evrópumet og Helga Hlín Hákonardóttir með silfur í 59 kg flokki Masters 45.
Mynd: Instagram:Lyftingasamband Íslands.

Facebook ummæli