Fyrsta Rallycross keppni sumarsins var haldin 7. júní í Hafnarfirði og áttu Hvergerðingar einn ökumann í keppninni, Andra Svavarsson. Andri hefur búið í Hveragerði síðan árið 2011 og rekur fyrirtækið Frárennsli ehf. hér í bæ sem sérhæfir sig í myndun og fóðrun frárennslislagna.

Andri er hluti liðsins Úlfurinn Racing sem er einnig með bíl í götubílaflokki í torfærunni og voru í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn fram í síðustu keppni á sínu fyrsta ári í fyrrasumar. Í vetur keypti liðið svo rallycross bíl að frumkvæði dóttur Andra, Kristbjargar Sunnu, en þar sem hún hefur ekki aldur til þátttöku í unglingaflokki fyrr en á næsta ári var ákveðið að Andri tæki stýrið í ár og keppir í 1000cc flokki. Í þessari frumraun þeirra í Rallycrossinu enduðu þeir í 6. sæti í sínum flokki en enn eru þrjár keppnir eftir af Íslandsmeistaramótinu í Rallycross þetta sumarið.

Facebook ummæli