Álnavörubúðin í Hveragerði er löngu orðin landsþekkt verslun. Rótgróin og órjúfanlegur hluti af Hveragerði. Fagnaði verslunin 30 ára afmæli, sumarið 2018 og samkvæmt vefsíðu Álnó, er Álnavörubúðin í Hveragerði eina verslun sinnar tegundar á landinu. Býður upp á frábært vöruúrval og verð. Leitast er við að veita toppþjónustu og alltaf er heitt á könnunni. Þetta er hægt að taka undir, enda er oft sagt að ef þú finnur ekki vöruna í Álnavörubúðinni, er hún hvergi til. Á þessu ári hafa breytingar og endurbætur átt sér stað utan- sem innandyra.

Í dag tók götuásýndin við Breiðumörk nýja mynd, þegar starfsmenn skiltagerðar ráku smiðshöggið á endurbæturnar. Plastfilma með flottum auglýsingamyndum prýða nú rúður og allt í stíl við nýmálaða umgjörðina. Virkilega vel heppnuð andlitslyfting og sjá má að það borgar sig að fá fagfólk í verkið.

Krumminn/Helena

Uppsetnig auglýsingafilmu er nákvæmnisverk sem krefst einbeitingar. Mynd: Helena Stefánsdóttir

Facebook ummæli