Það finnast ýmsir fjársjóðir á timarit.is og í tilefni af síðustu færslu, þar sem við minnum íbúa á að gera garðana sína fína, ætla ég að birta grein úr Velvakanda Morgunblaðsins síðan 8. desember 1978. Gaman væri að vita hvaða konur þetta voru eða eru sem fengu verðlaunin á sínum tíma fyrir almenna snyrtimennsku og hvort þessi siður hafi haldist eitthvað áfram í bænum eins og ýjað er að. Og ættum við að taka þetta upp aftur nú 42 árum seinna?

Það er áhugavert að skoða hvað maður gat keypt fyrir 25.000 krónur árið 1978. Í smáauglýsingum má sjá að hægt var að kaupa notað sófasett, vel með farið hornskrifborð eða gírahjól í ágætu standi fyrir þessa upphæð. 4ra herbergja íbúð á 3 hæð í Reykjavík kostaði þá um 7.5 milljónir.

Grein úr Velvakanda. 282 tölublað Morgunblaðsins 8. Desember 1978

Facebook ummæli