Um helgina var sannkölluð tónlistarveisla á nýja sviðinu í Lystigarðinum í Hveragerði. Á föstudagskvöldið komu fram Bassadætur (Unnur Birna & Dagný Halla), Valgeir Guðjónsson og Hreimur Örn Heimisson. Á laugardagskvöldið Lay Low, Stefanía Svavarsdóttir, Magnús Þór og Stefán Hilmarsson. Hljómsveitina góðu skipuðu þeir Pétur Valgarð, Vignir Þór Stefánsson, Óskar Þormarsson og Sigurgeir Skafti Flosason. Tónleikagestir tóku vel undir og voru vel klædd, þar sem sumarhitinn lætur enn bíða eftir sér þetta árið. Öll voru sammála um að vonandi er þetta viðburður sem er kominn til að vera.

Dagný Dögg Steinþórsdóttir ljósmyndaði stemninguna fyrir Krummann.

Föstudagur

Laugardagur

Facebook ummæli