Fyrsta keppnisvikan af þremur í CrossFit Open er liðin. CrossFit OPEN er online keppni sem opin er öllum og er fyrsta sían í áttina að því að vinna sér inn keppnisrétt á heimsleikunum í Crossfit sem fram fara í ágúst nk. Keppendur greiða 20 dollarara til að taka þátt og framkvæma æfingarnar ýmist í viðurkenndri CrossFit stöð með dómara eða í öðrum heilsuræktarstöðvum eða heima hjá sér og þurfa þá að senda inn myndband til að staðfesta frammistöðu sína. Keppt er í opnum karla og kvennaflokki, mastersflokkum, unglingaflokkum, ýmsum flokkum fatlaðra og flokki byrjenda.

Tæplega 70 iðkendur CrossFit Hengils eru skráðir til þátttöku í ár og eftir þessa fyrstu viku þá situr Björgvin Karl Guðmundsson, yfirþjálfari CrossFit Hengils, sem spáð er frábæru gengi á leikunum í ár, í 1. sæti á Íslandi, 3. sæti í Evrópu og 16. sæti í heiminum.

Kvennamegin er Elísa Mist Benediktsdóttir sem er 15 ára og að taka þátt í fyrsta skipti, hún er heldur betur að byrja af krafti en hún situr í 11. sæti í heiminum, 3. sæti í Evrópu og 1. sæti á Ísland eftir viku 1. Ingibjörg Gísladóttir er í fysta sæti á Íslandi í flokki 50-54 ára, 8. sæti í Evrópu og 31. í heiminum.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Facebook ummæli