Tilkynning um upphaf skólastarfs

Fyrsti starfsmannafundur skólaársins verður haldinn 17. ágúst n.k. og hefst hann klukkan 9:00. Nemendur skólans mæti á skólasetningu mánudaginn 24. ágúst sem hér segir:

1.-3. bekkur kl. 09:00
4.-5. bekkur kl. 9:30
6.-7. bekkur kl. 10:00
8.-10. bekkur kl. 11:00

Nemendur 1. bekkja verða boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum dagana 17.-21. ágúst.

Sumarfrístund fyrir nemendur sem eru að byrja í 1. bekk er í boði dagana 10. – 21. ágúst og er opin 8-17 í Bungubrekku, húsnæði Skólasels að Breiðumörk 27a. Í sumarfrístund er boðið upp á hádegismat en börnin þurfa sjálf að koma með morgun- og síðdegishressingu. Á skólasetningardag, þann 24. ágúst byrjar svo hefðbundin opnun Skólasels fyrir nemendur 1.3. bekkja.
Til að geta nýtt sumarfrístund og aðra þjónustu skólasels þarf að vera búið að skrá barnið með þar til gerðu eyðublaði, sem sent var út í vor.
Athugið að ekki er hægt að taka við óskráðum börnum í skólaselið eða sumarfrístundina.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Skólastjóri

Facebook ummæli