Þórunn W. Pétursdóttir hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá setu í bæjarstjórn Hveragerðis af persónulegum ástæðum. Jafnframt segir hún sig frá öðrum trúnaðarstörfum í nefndum og ráðum sem hún hefur verið kjörin í á vegum Hvergerðisbæjar sem fulltrúi Okkar Hveragerði.

Sigrún Árnadóttir mun taka sæti Þórunnar í bæjarstjórn á meðan á leyfinu stendur. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að Sigrún verði varamaður í bæjarráði, varamaður hjá Fasteignafélagi Hveragerðis, aðalmaður á Ársfundi SASS, aðalmaður á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, aðalmaður á landsþingi Sambandi íslenskra sveitarfélaga og varamaður í Héraðsnefnd Árnesinga.

Sigrún Árnadóttir

Facebook ummæli