Kristín Sif Daðadóttir Hvergerðingur og nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík komst ásamt skólafélaga sínum Baldri Daðasyni í landsliðið í efnafræði. Þau áttu að keppa í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði í Istanbúl í sumar fyrir Íslands hönd, en vegna ástandsins verður keppnin rafræn í ár. Það verður gaman og fróðlegt að fá að fylgjast með þessum snillingum í keppninni. Áfram Ísland!

Mynd frá Kvennaskólanum í Reykjavík: Kristín Sif og Baldur

Facebook ummæli