Athugið að ráðstöfun frístundastyrkja verður rafræn frá 1. janúar 2021 og verður ekki lengur tekið á móti kvittunum í móttöku bæjarskrifstofu.

Hveragerðisbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 0 – 18 ára sem hafa lögheimili í Hveragerðisbæ. Miðað er við fæðingarár. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða.

Við skráningu barna og greiðslu æfingagjalda inn í rafrænu skráningakerfi íþróttafélags/frístundafélags er hægt að ráðstafa framlaginu. Hakið við, JÁ, að nýta frístundastyrk til að virkja greiðslu.

Árið 2021 er frístundastyrkurinn kr. 26.000.

Vinsamlegast hafið samband við móttöku Hveragerðisbæjar, s. 4834000 ef vantar tengingu hjá viðkomandi frístundafélagi og/eða íþróttafélagi.

Upphæð frístundastyrksins er ákvörðun bæjarstjórnar hverju sinni.

Sjá nánari upplýsingar um frístundastyrk 

Facebook ummæli